Fundargerðir

Fundur í stjórn Ýmis 25. 5. 2020

Mættir: Þorsteinn, Hannes, Óli Bjarna, Guðjón og Sveinn.

1. Ráðning yfirþjálfara og aðstoðarþjálfara sumarið 2020
Þorsteinn og Hannes gerðu grein fyrir umsóknum um starf yfirþjálfara Ýmis sumarið 2020. 10 einstaklingar sóttu um starfið. Umsóknirnar voru metnar með hliðsjón af menntun á sviði siglinga, reynslu og fyrri störfum við siglingar. Þorsteinn og Hannes mæltu með að Sigríður Ólafsdóttir yrði ráðin í starfið.

  • Stjórnin samþykkti ráðningu Sigríðar.
  • Stjórnin samþykkti einnig að Sigríði, Þorsteini og Hannesi yrði falið að velja og ráða aðstoðarþjálfara úr hópi umsækjenda.

2. Önnur mál

  • Óli Bjarna spurði hvaða félagaskrá ætti að nota til að senda út rukkun um félagsgjöldin fyrir 2020. Þorsteinn ætlar að fara yfir félagaskrána og senda Óla.
  • Sveinn upplýsti að hann væri búinn að gera við töflukassann niðri sem sló alltaf út. Hann ætlar að flytja “routerinn” upp við tækifæri.

 

Fleira ekki gert.      Fundarritari, Hannes Sveinbjörnsson

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar