Fundargerðir
Aðalfundargerð 2021
Fundurinn var haldinn í félagsaðstöðu Ýmis að Naustavör 14, mánudaginn 22. mars 2021. (fylgiskjöl verða sett inn síðar)
Dagskrá aðalfundar:
1. Aðalfundur settur kl 17:30.
2. Kosnir fastir starfsmenn fundarins
Ritari: Hannes Sveinbjörnsson
Fundarstjóri: Úlfur Hróbjartsson
3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
Þorsteinn Aðalsteinsson flutti skýrslu stjórnar fyrir 2020 og sagði frá helstu störfum félagsins. (sjá fylgirit nr.1)
4. Lagðir fram reikningar áritaðir af skoðunarmönnum.
Ólafur Bjarnason lagði fram reikninga félagsins fyrir 2020 og sagði frá helstu tekjum og gjöldum. Reikningarnir voru samþykktir með fyrirvara um áritun skoðunarmanna. (sjá fylgirit nr. 2)
5. Nefndir gefa skýrslu, ef það á við.
Sigríður flutti skýrslu frá Barna- og unglinganefnd. (fylgirit 1)
Guðjon flutti skýrslu frá húsnefnd. (fylgirit 1)
Sveinn flutti skýrslu frá kajaknefnd. (fylgirit 1)
6. Umræða um skýrslur og afgreiðsla reikninga.
Skýrsla stjórnar rædd.
Ólafur Már ítrekaði tillögu sína frá síðasta aðalfundi um að félagið eignaðist kajaka sem félagsmenn hefðu til afnota. Þorsteinn benti á að 6 – 8 kajakar væru til afnota fyrir félagsmenn.
7. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Þorsteinn lagði fram fjárhagsáætlun fyrir 2021 og var hún samþykkt. (sjá fylgirit nr.1)
8. Lagabreytingar.
Engar lagabreytingar voru lagðar fram.
9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
Engar tillögur lagðar fram.
10. Kosning stjórnar skv. 7. gr.
Formaður:
Þorsteinn Aðalsteinsson
Stjórn:
Hannes Sveinbjörnsson
Sigríður Ólafsdóttir
Sveinn Ævarsson
Ólafur Bjarnason
Varamenn:
Guðjón Magnússon
Reynir Einarssonn
Ríkharður Ólafsson.
11. Kosið í fastar nefndir skv. 9. gr. og fulltrúar á UMSK og SÍL þing.
Barna- og unglinganefnd: Sigríður Ólafsdóttit, Hannes Sveinbjörnsson, Xabier Þór.
Mótanefnd: Aðalsteinn Loftsson, Ólafur Bjarnason.
Kosningu í aðrar nefndir og kosning fulltrúa á UMSK-þing og SÍL þing var vísað til stjórnar.
12. Félagsgjald og önnur gjöld ákveðin.
Eftirfarandi gjöld voru ákveðin:
Félagsgjöld hækka úr kr. 5000 í kr. 7000.
Geymslugjald kjölbáta á landi (uppsátur) hækkar úr kr. 800 í kr. 1000 pr. fet.
Geymslugjald fyrir kænur og kajaka á plani kr. 10.000 á ári.
Áhafnargjald fyrir kjölbáta verður kr. 30.000.
Námskeiðsgjöld fyrir börn og ungmenni verða kr. 45.000.
13. Önnur mál.
Engin mál á dagskrá.
14. Samþykkt fundargerðar
Samþykkt fundargerðar frestað.
15. Fundarslit kl 19:00
Fundarritari, Hannes Sveinbjörnsson