Fundargerðir

Fundur í stjórn Ýmis 7. maí, 2021, kl. 17:00

Mætt: Sigga, Hannes, Xabier, Óli Bjarna, Guðjón, Reynir og Sveinn

Dagskrá:

1. Kranadagur:
Ákveðið var að hafa kranadaginn þann 8. maí.

2. Farið yfir nefndirnar:
Reynir kemur inn í mótanefndina, annað óbreytt.

3. Sumardagskráin:
Drög að sumardagskránni lögð fram til umræðu. Sigga gerði grein fyrir störfum Barna- og unglinganefndarinnar. Málið rætt.

Samþykkt að Hannes taki að sér umsjón með dagskrá fyrir fullorðna.

Barna- og unglinganefnd falið að auglýsa á Facebook eftir þjálfara og aðstoðarþjálfara fyrir siglingaæfingarnar.

4. Skýrari hugmyndir um fjárhaginn og mögulega fjáröflun:
Engar umræður urðu um þennan lið

5. Önnur mál:
-Samþykkt að kaupa Furlex rúllufokkukerfi fyrir Litlu – systur.
-Samþykkt að Sveinn smíði útigrind fyrir kajaka.
-Samþykkt að Sigga verði áfram yfirþjálfari félagsins og fái Aðalstein með sér.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

Fundarritari, Hannes Sveinbjörnsson

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar