Umhverfisstefna

Markmið umhverfisstefnunnar er að notendur hafnarinnar leggi sitt af mörkum í umhverfismálum og vinni að umhverfisvænum starfsháttum. Markmiðið er að stuðla að umhverfisvænni innkaupum, flokkun og endurvinnslu. Leitast verður eftir að spara orku, vatn og hita. Ásamt því að stuðla að vistvænni hugsun og hegðun og að fylsta hreinlætis sé gætt á svæðinu.

Vatn

 • Sparlega verði farið með vatn
 • Vatn ekki látið renna að óþörfu
 • Komið verði í veg fyrir mengun í vatni

Meðhöndlun á úrgangi

 • Sorp verði flokkað í grá og bláa tunnu
 • Skilagjaldsskyldum umbúðum s.s. dósum og plastflöskum verði skilað til endurvinnslu
 • Hættulegur úrgangur verður geymdur í fullnægjandi móttökugámum

Heilbrigðis- og öryggismál

 • Áhersla er á heilbrigði, öryggi og gott vinnuumhverfi
 • Ávalt er gætt fylgsta öryggis við siglingar
 • Öryggisbúnaður er yfirfarinn reglulega

Pappírsnotkun

 • Draga úr óþarfa prentun, t.d. á tölvupóstum og öðrum gögnum
 • Draga úr óþarfa eyðslu á pappír og prentlit, prenta á báðar hliðar og í svart/hvítu
 • Endurnýta þann pappír sem hægt er

Orkunotkun

 • Slökkva á ljósum þegar svæði eru yfirgefin
 • Slökkva á tölvum, tölvuskjám og öðrum rafmagnstækjum yfir nótt
 • Slökkva á rafmagnstækjum sem eru ekki í daglegri notkun
 • Leitast skal við að halda jöfnum innihita til að koma í veg fyrir sóun á orku.
 • Nota sparperur

Innkaup

 • Kaupa inn umhverfisvænar og umhverfismerktar vörur, s.s. pappír, hreinlætis- og ræstingarvörur, sparperur
 • Kaupa raftæki sem eru í A-flokki eða hærra skv. Orkumerkingum Evrópusambandsins eða umhverfismerkt á annan hátt.

Markmið næsta árs er að flokka sorp, draga úr óþarfa prentun, kaupa umhverfisvænar ræstivörur og draga úr loftmengun í viðlegu og siglingum.


Umgengnisreglur Fossvogshafnar

 • Snyrtileg umgengni við höfn og í húsnæði
 • Flokka sorp – almennt sorp, pappír og skilagjaldsumbúðir
 • Sýna aðgát við friðuð svæði
 • Halda sjónum og höfninni hreinni
 • Sýna aðgát við dýr, plöntur og önnur náttúrusvæði
 • Losa olíu og spilliefni í þartilgerð ílát
 • Spara rafmagn, vatn og eldsneyti
 • Nota umhverfisvænar vörur
 • Tilkynna um mengun í sjónum
 • Fylgja reglum hafnarinnar varðandi viðgerðar- og þvottasvæði
 • Öll veiði í höfninni er bönnuð
 • Hámarkshraði vélknúinna báta er 4 mílur
 • Við höfnina skal alltaf gæta fylgstu varúðar.

AddThis Social Bookmark Button

Viðbótar upplýsingar