Vetraræfingar
- Details
- Skrifað föstudaginn, 25 janúar 2013 13:59
Ágætu félagar.
Ólafur Víðir þjálfari okkar Ýmismanna er að fara af stað með vetraræfingar í samstarfi við SÍL. Æfingarnar verða í íþrótahúsinu Digranesi. Við erum að tala um líkamsæfingar með lóðum teygjum og allt sem tengist því. Svokallaðar vetraræfingar verða í 3 mán feb,mars.apríl. Þetta er fyrir alla siglara.
Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í þessu þá er fundur næsta sunnudag niðrí Ými kl 12:00 þar sem Óli Víðir mun fara yfir þetta allt saman.
Verðið á þessu og dagsetningar verða svo kynntar á fundinum.
Fræðslufundur Ýmis á mánudag
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 24 janúar 2013 23:27
Næsti fræðslufundur Ýmis verðu haldinn mánudaginn 28. janúar og hefst hann kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í félagsaðstöðunni við Naustavör.
Á dagskrá verður m.a.:
Reynslusaga skipbrotsmannsKjartan Ásgeirsson komst í hann krappan í fyrra þegar hann missti kjölinn undan Micro bát sínum utan við Gróttu. Báturinn fór á hvolf og Kjartan sem var einn um borð gat ekki gert vart við sig þar sem fjarskiptatæki voru lokuð niðri í bátnum sem marraði í kafi.
Kjartan mun segja frá reynslu sinni ásamt því að Kristinn Guðbrandsson skipstjóri björgunarbátsins sem bjargaði honum mun segja frá atburðinum frá sjónarhóli björgunarmanna.
Fræðslukvöldið sem haldið verður í félagsaðstöðu Ýmis við Naustavör er opið öllum áhugamönnum um siglingar.
Félagskvöld / vinnukvöld
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 16 janúar 2013 23:03
Við munum taka til hendinni á fimmtudagskvöldum, Sigyn er í húsi og stendur til að taka hana í samskonar yfirhalningu og Sif fékk í fyrra. Það þarf einnig að líta yfir kænuflotan sem og að ditta að ýmsu smálegu.
Það verður að sjálfsögðu kaffi á könnunni og eru félagsmenn hvattir til að koma við, fá sér kaffi og spjalla saman. Engin kvöð er að menn leggi á sig vinnu þó þeir láti sjá sig en auðvitað vel þegið ef menn vilja leggja fram vinnu.
Við verðum á svæðinu milli kl. 18 og 21 á fimmtudagskvöldum.
Hannes Sveinbjörnsson og Pétur Jónsson við vinnu á Síf í fyrra
Búi Fannar hlýtur viðurkenningu
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 09 janúar 2013 14:42
Búi Fannar Ívarsson, hlaut í gær viðurkenningu frá Kópavogsbæ. Viðurkenningin var veitt á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Salnum. Stór hópur íþróttamafólks úr fjölmörgum íþróttagreinum hlaut viðurkenningu. Þá var hápunktur hátíðarinnar útnefning íþróttamanns og konu Kópavogs, það voru Jón Margeir Sverrisson og Íris Mist Magnúsdóttir hlutu þá titla.
Stjórn Ýmis óskar Búa til hamingju með hans viðurkenningu.
Glæslegur hópur yngri íþróttamanna sem hlutu viðurkenningu í gær.
Búi Fannar er fyrir miðri mynd.
SÍL gefur út dagatal
- Details
- Skrifað mánudaginn, 10 desember 2012 13:06
Siglingasamband Ísland gefur út dagatal fyrir árið 2013 með myndum
úr Æfingabúðum SÍL í Stykkishólmi.
Dagatalið er af stærðinni A4 og sómir sér vel á hvaða vegg sem er. Ágóði af sölu dagatalsins verður nýttur til áframhaldandi uppbyggingar
á barna og unglingastarfi SÍL.
Dagatalið kostar 2500 krónur og hægt er að panta það með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.