Fræðslufundur Ýmis 26. nóvember
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 22 nóvember 2012 01:54
Næstkomandi mánudag kl. 20:00 verður haldið hjá Ými fyrsta fræðslukvöld vetrarins.
Á dagskrá verða tvö erindi:
Æfingabúðir ISAF og Spænska siglingasambandsins í SantanderÓlafur Víðir Ólafsson þjálfari úr Ými tók í nóvember þátt í alþjóðlegum æfingabúðum í Santander á norður-Spáni ásamt þremur Laser siglurum. Siglararnir voru þau Hulda Lilja Hannesdóttir Brokey, Björn Heiðar Björnsson Nökkva, og Hilmar Hannesson Brokey.
Æfingabúðirnar voru haldnar af Alþjóða siglingasambandinu ISAF og Spænska siglingasambandinu. Markmið með búðunum er að auka þátttöku á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Santander 2014.
Æfingabúðirnar stóðu í 7 daga og var áhersla lögð á að leggja grunn að æfingaprógrammi sem nýtist til uppbyggingar á afreksstarfi hér heima.
Meðal þeirra þjóða sem tóku þátt voru Moldóvía, Egyptaland, Serbía og Lettland.
Ólafur Víðir mun segja frá því sem hann og siglararnir lærðu og kynna þau plön um áframhaldandi æfingar þessa hóps og fyrirhugaðri útvíkkun á því starfi.
Viltu komast frítt í siglingaævintýri erlendisÍ Danmörku eru nokkrar skútur í eigu Íslendinga. Ein þeirra er Adda Maja. Báturinn er af gerðinni TUR 84 og hafa eigendur hennar gert hana út í nokkur ár.
Nú vilja þeir bjóða fleirum að vera með en til stendur að stofna félag um bátinn og ætla núverandi eigendur að leggja bátinn til. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera, er að ganga í félagið og taka síðan þátt í ævintýrunum og væntanlegum rekstrarkostnaði.
Viðar Erlingsson mun kynna okkur hugmyndir að þessu félagi og segja frá bátnum og siglinga-ævintýrum í máli og myndum.
Kaffiveitingar verða í hléi.
Fræðslukvöldið sem haldið verður í félagsaðstöðu Ýmis við Naustavör er opið öllum áhugamönnum um siglingar.
Lokahóf SÍL 17. nóvember
- Details
- Skrifað laugardaginn, 10 nóvember 2012 15:17
Lokahátíð SÍL verður haldinn laugardaginn 17.nóvember í húsakynnum okkar Ýmismanna. Í ár verður hlaðborð á boðstólunum og vonumst við til að sjá sem flesta þar.
Að vanda verður árið gert upp og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Von er á nánari upplýsingum um verð og dagskrá á næstu dögum. Hægt er að skrá sig með því að senda skráningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Kranadagur
- Details
- Skrifað mánudaginn, 01 október 2012 23:09
N.k laugardag verður "kranadagur" hjá Ými. Til stendur að taka Ýmisbátana á land auk annarrra kjölbáta.
Félagsmenn eru hvattir til að koma og taka þátt en margar hendur vinna létt verk :) Þá verða grillin til taks og menn hvattir til að taka með sér eitthvað til að henda á grill. Einnig væri gaman ef menn taka með sér myndir sem hægt væri að skoða saman þegar búið er að taka á land.
Lokamót kjölbáta - úrslit
- Details
- Skrifað laugardaginn, 08 september 2012 14:21

Bátur | Seglanúmer | Skipstjóri | Félag | Forgjöf | Tími | / | Leiðrétt | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dögun | ISL1782 | Þórarinn Á Stefánsson | Brokey | 0.841 | 2:18:33 | / | 1:56:31 | |
Ásdís | ISL2217 | Árni Þór Hilmarsson | Þytur | 0.825 | 2:56:47 | / | 2:01:06 | |
Xena | ISL2598 | Aron Árnason | Brokey | 1.045 | 1:56:06 | / | 2:01:19 | |
Icepick 1 | ISL001 | Rúnar Steinsen | Þytur | 0.942 | 2:10:21 | / | 2:02:47 | |
Sigurvon | ISL9839 | Ólafur Mar Ólafsson | Brokey | 0.946 | 2:14:07 | / | 2:06:52 | |
Lilja | ISL2720 | Arnar Freyr Jónsson | Brokey | 0.977 | 2:12:36 | / | 2:09:33 | |
Ögrun | ISL9800 | Niels Chr Nielsen | Brokey | 1.005 | 2:10:10 | / | 2:10:49 |