Flottur hópur á æfingabúðum
- Details
- Skrifað mánudaginn, 09 júlí 2012 13:48
Það var flottur hópur frá Ými sem sótti æfingabúðir SÍL í síðustu viku. Æfingabúðirnar voru haldnar í Stykkishólmi að þessu sinni. Þjálfarar félaganna ásamt Önnu Kristófersdóttur fæðslustjóra SÍL og Tom Wilson frá Rocley Sailing sáu um þjálfun sem stóð frá mánudegi til föstudags. Á laugardag var síðan haldin keppni.
Frá okkur mættu 6 þátttakendur ásamt Ólafi Víði þjálfara auk foreldra sem tóku virkan þátt. Þrír af okkar keppendum unnu til verðlauna en það voru Búi Fannar Ívarsson sem varð í öðru sæti í Optimist A flokki, Ýmir Guðmundsson sem vrð þriðji í sama flokki og Huldar Hreinsson sem varð í þriðja sæti Laser 4.7.
Á myndinn að ofan má sjá þáttakendur Ýmis: Búa, Huldar, Ými, Gauk, Baldvin og Gunnar
Fyrir neðan er Optimistfloti á siglingu við Stykkishólm
Sumarmót Ýmis - Úrslit
- Details
- Skrifað laugardaginn, 07 júlí 2012 16:12

Bátur | Seglanúmer | Skipstjóri | Félag | Forgjöf | -K1 | -K2 | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Xena | ISL2598 | Aron Árnason | Brokey | 1.045 | 1 | 1 | 2.0 | |
Aría | ISL2665 | Sigurður Jónsson | Ýmir | 1.013 | 2 | 2 | 4.0 | |
Ásdís | ISL2217 | Árni Þór Hilmarsson | Þytur | 0.825 | 3 | 3 | 6.0 |
Bátur | Seglanúmer | Skipstjóri | Félag | Forgjöf | Tími | / | Leiðrétt | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Xena | ISL2598 | Aron Árnason | Brokey | 1.045 | 1:00:40 | / | 1:03:24 | |
Aría | ISL2665 | Sigurður Jónsson | Ýmir | 1.013 | 1:11:15 | / | 1:12:11 | |
Ásdís | ISL2217 | Árni Þór Hilmarsson | Þytur | 0.825 | 1:29:51 | / | 1:14:08 |
Bátur | Seglanúmer | Skipstjóri | Félag | Forgjöf | Tími | / | Leiðrétt | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Xena | ISL2598 | Aron Árnason | Brokey | 1.045 | 0:40:26 | / | 0:42:15 | |
Aría | ISL2665 | Sigurður Jónsson | Ýmir | 1.013 | 0:44:41 | / | 0:45:16 | |
Ásdís | ISL2217 | Árni Þór Hilmarsson | Þytur | 0.825 | 1:00:10 | / | 0:49:38 |
Sumarmót Kjölbáta
- Details
- Skrifað laugardaginn, 23 júní 2012 17:20
Siglingafélagið Ýmir heldur "Sumarmót Kjölbáta" helgina 7.-8. júlí.
Góður miðvikudagur
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 20 júní 2012 21:40
Það var vel mætt á þriðja félagskvöld Ýmis. Báðir Secret bátarnir, Sif og Sigyn fóru út ásamt 29er. Secretarnir fóru skerjahring og var ágætist veður, það koma að vísu góður regnskúr og í lokin lægði verulega en þátttakendur létu vel að siglingunni þegar í land var komið. Félagskvöldin eru vikuleg en aðstaðan og bátakostur er opinn öllum félagsmönnum á miðvikudögum milli 17 og 21.
Meðfylgjandi mynd tók Eyþór Aðalsteinsson sem var með gæslu á svæðinu í kvöld
Tvenn verðlaun á miðsumarmóti
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 19 júní 2012 23:56
Sjö keppendur frá Ými tóku þátt í Miðsumarmóti kæna sem fram fór í Hafnarfirði á laugardag. Tveir keppendur náðu í verðlaunasæti en það voru þeir Búi Fannar Ívarsson sem varð i öðru sæti Optimist og Gunnar Bjarki Jónsson varð þriðji.
Til hamingju með árangurinn strákar.