Kranadagur
- Details
- Skrifað föstudaginn, 18 maí 2012 13:09
Á morgun laugardag verður "kranadagur" hjá Ými. Til stendur að koma kjölbátunum á flot og mum kraninn mæta kl. 16:00. Báðir secret bátar félagsins eru klárir og hafa aðrir bátseigendur unnið hörðum höndum síðustu daga í að gera sig klára.
Félagsmenn eru hvattir til að koma og taka þátt en margar hendur vinna létt verk :)
Æfingabúðir SÍL verða í Stykkishólmi
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 08 maí 2012 15:37
Vegna hafnarframvæmda á Sauðárkróki var ekki hægt að halda æfingabúðir þar eins og við ætlunin var. Nú hefur tekist að finna æfingabúðunum pláss í Stykkishólmi dagana 2.-8. júlí. Það er smá breyting á dagsetningum en búðirnar færast aftur um 2 daga. Við fáum gistingu í skólanum á Stykkishólmi þar sem er eldunaraðstaða fyrir hópinn. Nú er unnið hörðum höndum við að skipuleggja dagskránna. Þau óvæntu tíðindi gerðust að Tom Wilson bauðst til að koma og vera með okkur í æfingabúðunum í fríinu sínu frá Sail Oman og var það þegið með þökkum.
Í Stykkishólmi er starfandi siglingadeild innan ungmennafélagsins Snæfells innan félagsins eru siglingamenn og konur á öllum aldir.
Ýmir í símann þinn
- Details
- Skrifað mánudaginn, 30 apríl 2012 17:11
Nú er búið að setja upp símaútgáfu af heimasíðu Ýmis. Þar er að finna helstu upplýsingar og fréttir úr starfinu okkar. Mótaskrá félagsins er þar og verður síðan hægt að nálgast úrslit móta í símann. Síðan á að virka í öllum gerðum "snjallsíma" en endilega látið vita ef eitthvað virkar ekki.
Til að nálgast Ými á símann þinn skannaðu inn QR kóðann.
Duglegir kappar
- Details
- Skrifað laugardaginn, 14 apríl 2012 10:57
Vinnukvöld á fimmtudag var vel heppnað, það var vaskur hópur sem mætti og var dekkið á Sigyn þrifið ásamt því sem innréttingin bakborðsmegin var losuð frá en hana þarf að festa upp á nýtt.
Í næstu viku stendur til að mála dekkið og festa innréttingunni. Allir áhugasamir ættu að láta sjá sig á fimmtudaginn kemur, auðvitað verður líka rjúkandi kaffi á könnunni.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var s.l. fimmtudag eru Hannes Sveinbjörnsson og Pétur Jónsson
Vorverkin
- Details
- Skrifað mánudaginn, 09 apríl 2012 21:26
Nú styttist í sumarið og tími vorverkanna. Hjá okkur í Ými er að sjálfsögðu einnig komið að undirbúningi sumarkomu. Duglegir félagar hafa í vetur tekið til hendinni og massað annan Secret bátinn okkar, Sigyn. Nú þarf að fara að taka botninn í gegn og fara í gegnum búnað. Þá hefur Ynglinginn okkar, Frygg verið máluð.
Við munum hittast á fimmtudagskvöldum fram á vor og eru allir félagar og aðrir áhugasamir að sjálfsögðu velkomnir, hvort sem er til að taka til hendinni eða bara spjalla yfir kaffibolla. Við verðum á svæðinu frá kl. 18 og eitthvað fram eftir.