Siglingasambandið útskrifar þjálfara
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 29 maí 2012 01:00
Þjálfunar- og fræðsludeild SÍL hefur nú útskrifað fyrstu þjálfarana í nýja fræðslukerfinu að loknu viku námskeiði þar sem þessir flottu þjálfarar voru metnir. En allir hafa þeir töluverða reynslu af siglingum og þjálfun og hafa áður sótt námskeið á vegum ISAF og SÍL í þjálfarafræðum.
Þjálfararnir stóðu frammi fyrir ýmsum verkefnum á viðamiklu námskeiði sem haldið var í aðstöðu okkar Ýmismanna í síðustu viku og lentu heldur betur í krefjandi aðstæðum þar sem veður var frekar leiðinlegt meirihluta vikunnar. Meðal þess sem var fjallað um var veður, sjávarföll, verklags- og vinnureglur, áhættumat, uppbygging námskeiða og kennslustunda, æfingar á sjó og í landi auk fjölda annarra spennadi og skemmtilegra verkefna.
Þjálfararnir sem nú hafa lokið yfirþjálfara (2. stig) og keppnisþjálfara (3. stig) má sjá á meðfylgjandi mynd auk þjálfunar- og fræðslustjóra SÍL.
Á myndinni frá vinstri til hægri eru: Anna Ólöf Kristófersdóttir (þjálfunar- og fræðslustjóri) Björn Heiðar Rúnarsson (Nökkva), Arnar Freyr Birkisson (Nökkva), Dagur Arinbjörn Daníelsson (Nökkva) og okkar maður Ólafur Víðir Ólafsson.
Opnunarmót 2012
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 23 maí 2012 02:08
Opnunarmót kjölbáta verður haldið laugardaginn 26. maí og verður siglt frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Tilkynning um keppni má finna á heimasíðu Þyts www.sailing.is
Opnunarmót kæna verður haldið laugardaginn 2. júní. Mótð fer fram hjá okkur í Kópavogi og hefst með skipstjórafundi kl. 9:30. Tilkynningu um keppni er að finna hér á síðunni undur Mótaskrá.
Kænuæfingar hafnar
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 22 maí 2012 21:47
Æfingatímabilið hjá okkur er formlega hafið en fyrsta æfing sumarsins var í dag. Næsta æfing er svo á morgun en dagskráin þessa vikuna er þessi:
Miðvikudagur kl. 17-19
Föstudagur kl. 17-19
Á laugardag verður smá æfingakeppni, nánari upplýsngar veittar á æfingum
Í næstu viku fer síðan hefðbundið æfingaplan í gang en æft verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:30 til 19:00
Fyrsta kænumót sumarsins verður 2. júní, það er Opnunarmót kæna sem haldið verður hjá okkur.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta á æfingatíma og skrá sig.
Fullorðinsnámskeið
- Details
- Skrifað föstudaginn, 18 maí 2012 23:26
Siglingafélagið Ýmir stendur í sumar fyrir fullorðinsnámskeiðum á bátum af gerðinni Secret 26. Félagið á tvo báta af þessari gerð og tekur hvor bátur fimm nemendur ásamt kennara.
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
Námskeið 1
1. Júní 2T 8. Júní 3T
2. Júní 3T 9. Júní 4T
3. Júní 3T 10. Júní 5T
Námskeið 2
18. Júní 2T 29. Júní 3T
19. Júní 3T 30. Júní 4T
21. Júní 3T 1. Júlí 5T
Námskeið 3
6. Ágúst 2T 10. Ágúst 3T
7. Ágúst 3T 11. Ágúst 4T
8. Ágúst 3T 12. Ágúst 5T
Upplýsingar og skráning í síma 898-4814 eða með e-mail: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Yfirkennari á fullorðinsnámskeiðum er Kjartan Ingi Hauksson
Æfingar að hefjast
- Details
- Skrifað mánudaginn, 14 maí 2012 23:08
Á morgun þriðjudag kl. 18:00 hefst formlega sumarstarf æfingahóps Ýmis.
Það verður létt stemmning og mun Óli Víðir þjálfari fara yfir sumarstarfið og síðan verða teknir fram þeir bátar sem menn ætla að sigla á í sumar og hafist handa við að gera þá klára. Æfingar munu síðan hefjast fljótlega en fyrsta mót sumarsins verður 2. júní, það er Opnunarmót sem haldið verður hjá okkur.