Mótaskrá 2012 komin á vefinn
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 29 febrúar 2012 23:51
Mótaskrá fyrir sumarið 2012 er komin á vefinn. Ýmir mun halda 5 mót á árinu en þau eru Opnunarmót kæna, Sumarmót kjölbáta, Íslandsmót kjölbáta, Lokamót kjölbáta og Ármót.
Andlát
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 18 janúar 2012 11:23
|
Viðar Olsen andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 15. janúar. Viðar var virkur félagi í Ými um árabil.Hann var virkur keppandi um langan tíma á bát sínum Sæstjörnunni og skilaði í hús mörgum titlum.Útför Viðars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 25. janúar k.l. 13:00 |
Góð mæting á fræðslukvöld
- Details
- Skrifað mánudaginn, 27 febrúar 2012 23:29
Vel var mætt á fræðslukvöld Ýmis sem haldið var í kvöld. Tveir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir sem fjölluðu annars vegar um veðurfræði og hins vegar um siglingar í Miðjarðarhafi.
Sigurður Jónsson veðurfræðingur flutti fróðlegan fyrirlestur um veðurfræði, hann fléttaði á skemmtilegan hátt ferðalag Aríu frá Þýskalandi til Íslands og þau veðurkerfi sem þá vour í loftinu.
Markús Pétursson sagði síðan frá í máli og myndum, ferðalagi sem hann fór með fjölskylduna héðan og niður í Miðjarðarhaf. Þau voru á ferð í 13 mánuði og dvöldu megnið af tímanum við Mallorka.
Það var gaman hvað vel var mætt en um 50 manns mættu og er alveg víst að félagið mun halda þessum fræðslukvöldum áfram.
Fræðlsufundur
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 15 febrúar 2012 13:35
Fræðslufundur sem fór fram í nóvember tókst frábærlega og var ákveðið að halda fleiri slík kvöld í vetur.
Nú er boðað til næsta fræðslukvölds sem haldið verður mánudagnn 27. febrúar n.k. og hefst kl. 20:00
- Veðurfræði - Sigurður Jónsson veðurfræðingur mun ræða um veður í tengslum við siglingar.
- Kaffveitingar.
- Siglingar í Miðjarðarhafi - Markús Pétursson sem fyrir nokkrum árum sigldi með fjölskyldu sína suður til Miðjarðarhafs mun segja frá siglingum suður í sólinni í máli og myndum.
Aðalfundur 2012
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 18 janúar 2012 10:47
Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar n.k. í félagsaðstöðunni við Naustavör og hefst hann kl. 20:00.
Boðið verður upp á kaffiveitingar í fundarhléi.
Dagskrá aðalfundar
1. Setning.
2. Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
5. Nefndir gefa skýrslu, ef það á við.
6. Umræða um skýrslur. Afgreiðsla reikninga.
7. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
8. Lagabreytingar.
9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
10. Kosning stjórnar skv. 7. gr.
11. Kosið í fastar nefndir skv. 9. gr. og fulltrúar á UMSK og SÍL þing.
12. Félagsgjald og önnur gjöld ákveðin.
13. Önnur mál.
14. Fundargerð (tekin afstaða til lestrar eða annarrar afgreiðslu).
15. Fundarslit.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um störf og stefnu félagsins.