Frygg tekin í gegn
- Details
- Skrifað mánudaginn, 05 mars 2012 01:54
Nú er verið að gera Yngling bátinn "Frygg" í stand. Það er félagi okkar Viðar Erlingsson sem hefur haft veg og vanda af verkinu. Hann pússaði bátinn allann upp og er nú búinn að lakka hann. Til stendur að fá á bátinn nýtt mastur fyrir sumarið og verður gaman að fá þennan fallega bát á flot aftur. Yngling báturinn mun þá bætast við leigu- og kennsluflota félagsins
Fimmtudagskvöld eru Ýmiskvöld
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 01 mars 2012 11:21
Félagsaðstaðan hjá Ými er opin öll fimmtudagskvöld frá kl. 18 og eitthvað frameftir. Heitt kaffi á könnunni og eitthvað til að maula með. Þá er einnig vel þegið að þeir sem vilja grípi í einhver verk en nú er verið að standsetja Sigyn, annan Secret bát félagsins.
Félagsmenn eru hvattir til að koma við, hittast og spjalla og/eða fá útrás fyrir athafnaþörf sína.
Mótaskrá 2012 komin á vefinn
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 29 febrúar 2012 23:51
Mótaskrá fyrir sumarið 2012 er komin á vefinn. Ýmir mun halda 5 mót á árinu en þau eru Opnunarmót kæna, Sumarmót kjölbáta, Íslandsmót kjölbáta, Lokamót kjölbáta og Ármót.
Andlát
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 18 janúar 2012 11:23
|
Viðar Olsen andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 15. janúar. Viðar var virkur félagi í Ými um árabil.Hann var virkur keppandi um langan tíma á bát sínum Sæstjörnunni og skilaði í hús mörgum titlum.Útför Viðars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 25. janúar k.l. 13:00 |
Góð mæting á fræðslukvöld
- Details
- Skrifað mánudaginn, 27 febrúar 2012 23:29
Vel var mætt á fræðslukvöld Ýmis sem haldið var í kvöld. Tveir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir sem fjölluðu annars vegar um veðurfræði og hins vegar um siglingar í Miðjarðarhafi.
Sigurður Jónsson veðurfræðingur flutti fróðlegan fyrirlestur um veðurfræði, hann fléttaði á skemmtilegan hátt ferðalag Aríu frá Þýskalandi til Íslands og þau veðurkerfi sem þá vour í loftinu.
Markús Pétursson sagði síðan frá í máli og myndum, ferðalagi sem hann fór með fjölskylduna héðan og niður í Miðjarðarhaf. Þau voru á ferð í 13 mánuði og dvöldu megnið af tímanum við Mallorka.
Það var gaman hvað vel var mætt en um 50 manns mættu og er alveg víst að félagið mun halda þessum fræðslukvöldum áfram.