Fræðlsufundur
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 15 febrúar 2012 13:35
Fræðslufundur sem fór fram í nóvember tókst frábærlega og var ákveðið að halda fleiri slík kvöld í vetur.
Nú er boðað til næsta fræðslukvölds sem haldið verður mánudagnn 27. febrúar n.k. og hefst kl. 20:00
- Veðurfræði - Sigurður Jónsson veðurfræðingur mun ræða um veður í tengslum við siglingar.
- Kaffveitingar.
- Siglingar í Miðjarðarhafi - Markús Pétursson sem fyrir nokkrum árum sigldi með fjölskyldu sína suður til Miðjarðarhafs mun segja frá siglingum suður í sólinni í máli og myndum.
Aðalfundur 2012
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 18 janúar 2012 10:47
Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar n.k. í félagsaðstöðunni við Naustavör og hefst hann kl. 20:00.
Boðið verður upp á kaffiveitingar í fundarhléi.
Dagskrá aðalfundar
1. Setning.
2. Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
5. Nefndir gefa skýrslu, ef það á við.
6. Umræða um skýrslur. Afgreiðsla reikninga.
7. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
8. Lagabreytingar.
9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
10. Kosning stjórnar skv. 7. gr.
11. Kosið í fastar nefndir skv. 9. gr. og fulltrúar á UMSK og SÍL þing.
12. Félagsgjald og önnur gjöld ákveðin.
13. Önnur mál.
14. Fundargerð (tekin afstaða til lestrar eða annarrar afgreiðslu).
15. Fundarslit.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um störf og stefnu félagsins.
Aukaaðalfundur
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 15 febrúar 2012 13:30
Aukaaðalfundur verður haldinn á morgun fimmtudag kl. 20:00. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins en það er samþykkt reikninga fyrir árið 2011.
Aðalfundur fór fram í gær
- Details
- Skrifað föstudaginn, 03 febrúar 2012 21:53
Aðalfundur Ýmis 2012 fór fram í gærkvöldi undir öruggri stjórn Tryggva Magnúsar Þórðarsonar. Að venju lagði formaður fram skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár. Gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum sem voru ekki undirritaðir af skoðunarmönnum og var samþykkt að vísa afgreiðslu þeirra til aukaaðalfundar sem halda skal 16. febrúar.
Formaður var kjörinn Birgir Ari Hilmarsson. Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir þeir Ólafur Sturla Hafsteinsson og Kjartan Sigurgeirsson. Í varastjórn voru kjörin Margrét Björnsdóttir, Friðrik Hafberg og Hlynur Hreinsson.
Áramót fór fram í gær
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 01 janúar 2012 14:08
1 | Hilmar | Laser R | 1106 | 09:04 | 08:11 |
2 | Hulda | Laser 4,7 | 1175 | 10:08 | 08:37 |
3 | Óli Már | Topper T | 1200 | 10:24 | 08:40 |
4 | Áki | Laser | 1082 | 09:27 | 08:44 |
5 | Gunnar og Gunnar | Topper T | 1200 | 10:41 | 08:54 |
6 | Aðalsteinn og Eyþór | 29er | 924 | 09:05 | 09:49 |
7 | Siggi og Davíð | Topper T | 1200 | 13:30 | 11:15 |