Gleðileg jól
- Details
- Skrifað mánudaginn, 26 desember 2011 13:40
Siglingafélagið Ýmir óskar félögum sínum, velunnurum og landsmönnum öllum bestu jólaóskir. Um leið minnum við á árlegt Áramót félagsins sem fram fer á gamlársdag. Nánari upplýsngar má finna hér fyrir ofan.
Stjórn Ýmis
Fræðslufundur
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 24 nóvember 2011 22:29
Dagskrá:
Rétt stilling reiða getur haft gríðarleg áhrif á hraða báta. Aðalsteinn Jens Loftsson mun fræða fundarmenn um mastursstillngar.
Kaffiveitingar
Farið verður yfir það helsta sem er á döfinni í siglingum. Nú er Volvo Ocean Race í fullum gangi og munum við skoða glefsur úr keppninni og /eða öðrum stórviðburðum sem eru í gangi.
Með kveðju
Stjórnin
Bátar komnir á land
- Details
- Skrifað laugardaginn, 08 október 2011 03:08
Kranadagur fór fram hjá Ými í gær föstudag í blíðskaparveðri. Alls voru sjö bátar hífðir á land og þar á meðal voru klúbb-bátarnir tveir Sigyn og Sif. Þegar lokið hafði verð við að koma öllum bátunum á land og ganga frá þeim í vöggur sínar fór síðan að hvessa.
Á myndinni má sjá hvar verið er að hífa Sif beint úr stæði sínu