Kranadagur
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 08 september 2019 16:38
Kranadagur að hausti 2019 verður laugardaginn 5. október kl. 10:00.
Flóð verður klukkan 11. Greiða þarf fyrirfram og einungis bátar sem hafa verið áður fá pláss á landi.
Frá keppnisstjóra
- Details
- Skrifað laugardaginn, 10 ágúst 2019 22:15
Annar dagur af of miklum vindi á Íslandsmóti á kænum.
Gul viðvörun vegna vinds á faxaflóasvæðinu og inn á land strax í morgun sem var ekki í gærmorgun
Haldinn var fundur með formönnum félaganna sem voru að keppa kl 1300 í dag og var samdóma álit að það væri ekki mikið vit í að reyna við þessar aðstæður þar sem eingöngu næðist stuttur beitileggur í miklum kviðum, óstöðugum vindi og mikið af vindskiptum við slíkar aðstæður.
Það komu líka oft miklar kviður inní Ýmishöfn sem hefðu gert erfitt að sigla út úr höfninni án þess að velta
Það er nokkuð ljóst að veðurspá fyrir morgundaginn er svipuð eða verri og ólíklegt að við reynum að ræsa
Við ætlum að athuga hvort hægt sé að halda mót n.k. laugardag og sunnudag þótt það stangist á við kjölbátamót sem er afleitt og skapar einhvern mönnunarvanda sem þyrfti að leysa til að það gengi upp.
Kv Aðalsteinn
Keppni frestað í dag
- Details
- Skrifað föstudaginn, 09 ágúst 2019 22:22
Vegna þess að vindur hafði aukist stöðugt frá hádegi og var við efri mörk þegar við vorum að verða klár í fyrsta start og ásamt því að allir öryggisbátar voru þá komnir í björgunaraðgerðir var ákveðið að fresta keppni og senda keppendur í land.
Þessi ákvörðum er ekki auðveld að sögn keppnisstjóra en er tekin vegna þess að öryggi allra keppenda er alltaf í fyrsta sæti og það er ekki hægt að starta nema hafa tiltæka öryggisbáta. Þá má geta þess að stór hluti heimasíðu veðurstofunnar lá niðri seinni part dagsins.
Við áformum að skipta flotanum í tvennt í fyrramálið svo það verði auðveldara að eiga við aðstæður.
Frá skipstjórafundi í dag
Allt að verða klárt fyrir helgina
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 08 ágúst 2019 22:50
Keppendur hafa í kvöld verið að koma bátum sínum fyrir á félagssvæði Ýmis og er bátaplamið að verða þétt setið.
Íslandsmót kæna verður haldið um helgina
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 08 ágúst 2019 10:48
Um helgina fer fram Íslandsmót kæna á félagssvæði Ýmis. Búist er við fjölda þátttakenda á mótið sem hefst á föstudag.
Á myndinni hér til hliðar má sjá þegar Nökkvamenn eru að koma bátum sínum fyrir í gámi en við eigum vona á yfir 20 þátttakendum að norðan.