Opnunarhátíð Ýmis
- Details
- Skrifað fimmtudaginn, 23 maí 2019 10:23
Sunnudaginn 26. maí verður sannkölluð stemming á féagssvæði Ýmis. Opnunarhátíð sumarsins verður haldin frá klukkan 13 til 16.
Allir félagsmenn og fjölskyldum þeirra er boðið að taka þátt. Veitingar verða í boði.
Opnunarmóti frestað
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 21 maí 2019 19:25
Það má segja að brostið hafi á með brakandi blíðu þegar sigla átti opnunarmót kæna síðastliðinn laugardag. Eftir að hafa beðið í nokkurn tíma eftir vindi og ekki horfur á að neitt mundi rætast með vind var mótinu frestað.
Sunnudagurinn var engu betri og var mótinu því frestað um óákveðinn tíma. Nánari tilkynning verður sett in síðar.
Opnunarmót kæna 2019
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 15 maí 2019 18:17
Opnunarmótið verður haldið hjá okkur í Ýmir laugardaginn 18. maí.
Keppt verður í eftirtöldum flokku:
1. Optimist
2. Laser 4,7
3. Laser radial
4. Laser standard
5. Topper Topaz
6. Opnum flokki samkvæmt forgjöf frá SÍL
Verði þátttakendur í einhverjum flokki færri en fimm verður sá flokkur hluti af opnum flokki.
Skipstjórafundur verður haldinn kl. 9:00 og ræst í fyrstu keppni kl. 10:30
Sjósetning
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 01 maí 2019 20:30
Laugardaginn 11. maí milli klukkan 10 og 14 er fyrirhugaður kranadagur hjá Ými. Eigendur báta sem eru á plani félagsins beðnir um að hafa báta sína klára til sjósetningar þennan dag og taka þátt.
Ný stjórn Ýmis
- Details
- Skrifað föstudaginn, 22 febrúar 2019 14:37
Aðalafundur félagsins var haldinn 31. janúar. Nýr formaður var kjörinn, Þorsteinn Aðalsteinsson en fráfarandi formaður Hannes Sveinsbjörnsson gef ekki kost á sér til endurkjörs.
Með Þorsteini voru eftirfarandi kjörnir í stjórn: Sigríður Ólafsdóttir, Jenní Grans, Ríkharður Daði Ólafsson og Ólafur Bjarnason.
Í varastjórn voru eftirfarandi kjörnir: Hannes Sveinbjörnsson, Reynir Einarsson og Jóhannes Sveinsson