Kranadagur
- Details
- Skrifað mánudaginn, 02 apríl 2018 13:30
Laugardaginn 28. apríl er fyrirhugaður kranadagur hjá Ými. Kraninn mætir kl. 16:00 og eru eigendur báta sem eru á plani félagsins beðnir um að hafa báta sína klára til sjósetningar þegar kraninn mætir.
Frá aðalfundi Ýmis 2018
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 21 febrúar 2018 23:20
Aðalfundur Ýmis var haldinn þann 31. janúar sl. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn félagsins:
Hannes Sveinbjörnsson, formaður
Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður
Þorsteinn Aðalsteinsson, gjaldkeri
Ólafur Bjarnason, ritari
Atli Freyr Runólfsson, meðstjórnandi
Varastjórn:
Jenna Granz
Jóhannes Smári Ólafsson
Hér má sjá fundargerð aðalfundar
Aðalfundur 2018
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 16 janúar 2018 14:08
Aðalfundur félagsins er fyrirhugaður 31. janúar 2018, kl. 20:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun starfsins.
Aðalfundur félagsins er nú í fyrsta sinn boðaður með rafrænum hætti í samræmi við breytingar á lögum félagsins um boðun aðalfundar.
Aðalfundarboðið má nálgast hér
Hífingardagur
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 12 september 2017 10:35
Lokamót kjölbáta 2017
- Details
- Skrifað mánudaginn, 28 ágúst 2017 23:24
Lokamótinu var frestað s.l. laugardag og verður það haldið laugardaginn 9. ágúst.
ATH. að tímasetningar í tilkynningu breytast til samræmis þannig að skráningu lýkur fimmtudaginn 7. september og keppnisdagurinn í 9. september.
Nú er keppnistímabilinu að ljúka og komið að lokamóti kjölbáta. Mótið er í umsjón Siglingafélagsins Ýmis og fer fram laugardaginn 2. ágúst.
Startað verður við Reykjavíkurhöfn og endamark verður í Fossvogi. Leiðin er nánar skilgreind í tilkynningu um keppni.