Opnunarhátíð siglinga
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 06 júní 2018 00:15
Laugadaginn 9. júní, milli kl. 13:00 – 16:00, efnir Siglingafélagið Ýmir til opnunarhátíðar í Naustavörinni. Allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eru velkomnir til að taka þátt í fyrsta siglingaviðburði sumarsins.
Hægt verður að róa árabátum og kajökum og sigla kænum. Upplagt að mæta og hitta félagana, þiggja veitingar og leika sér með krökkunum.
Siglingaæfingar Ýmis fyrir 8 til 15 ára börn
- Details
- Skrifað laugardaginn, 21 apríl 2018 20:09
Markmiðið með æfingunum:
Þátttakendur eru þjálfaðir í að sigla Optimist, Topper og Laser bátum félagsins.
Tímasetningar:
Æfingarnar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 16.15 - kl. 19.00. Þrír starfsmenn Ýmis verða á æfingunum; þjálfari, aðstoðar-þjálfari og fulltrúi Ýmis.
Æfingatímabil/ æfingagjald:
Boðið verður upp á 11 vikna æfingatímabil frá 11. júní - 17. ágúst sem kostar kr. 30.000. Frístundastyrk Kópavogsbæjar er hægt að nýta á 11 vikna námskeiðið.
Einnig er boðið upp á hálft æfingatímabil, sem kostar kr. 15.000. Ekki er hægt að nýta frístundastyrkinn fyrir hálft tímabil. Hámarksfjöldi á æfingunum er að jafnaði 12 börn. Systkinaafsláttur er 20% (24.000 og 12.000).
Umsjónarmaður: Hannes Sveinbjörnsson.
Skráning á æfingarnar fer fram í Frístundagátt Kópavogsbæjar.
Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Facebooksíðu félagsins
Kranadagur
- Details
- Skrifað mánudaginn, 02 apríl 2018 13:30
Laugardaginn 28. apríl er fyrirhugaður kranadagur hjá Ými. Kraninn mætir kl. 16:00 og eru eigendur báta sem eru á plani félagsins beðnir um að hafa báta sína klára til sjósetningar þegar kraninn mætir.
Frá aðalfundi Ýmis 2018
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 21 febrúar 2018 23:20
Aðalfundur Ýmis var haldinn þann 31. janúar sl. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn félagsins:
Hannes Sveinbjörnsson, formaður
Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður
Þorsteinn Aðalsteinsson, gjaldkeri
Ólafur Bjarnason, ritari
Atli Freyr Runólfsson, meðstjórnandi
Varastjórn:
Jenna Granz
Jóhannes Smári Ólafsson
Hér má sjá fundargerð aðalfundar
Aðalfundur 2018
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 16 janúar 2018 14:08
Aðalfundur félagsins er fyrirhugaður 31. janúar 2018, kl. 20:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun starfsins.
Aðalfundur félagsins er nú í fyrsta sinn boðaður með rafrænum hætti í samræmi við breytingar á lögum félagsins um boðun aðalfundar.
Aðalfundarboðið má nálgast hér