Opnunarhátíð 2020
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 19 maí 2020 11:13
Laugardaginn 6. júní verður sannkölluð stemming á féagssvæði Ýmis. Opnunarhátíð sumarsins verður haldin frá klukkan 13 til 16.
Allir félagsmenn og fjölskyldum þeirra er boðið að taka þátt. Veitingar verða í boði.
Sjósetning 2020
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 03 maí 2020 22:32
Laugardaginn 16. maí er fyrirhugaður kranadagur hjá Ými, kraninn mætir kl. 13:00. Eigendur báta sem eru á plani félagsins beðnir um að hafa báta sína klára til sjósetningar þennan dag og taka þátt.
Allir bátar á planinu eiga að fara niður.
Fundargerð aðalfundar komin á vefinn
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 01 mars 2020 15:08
Aðalfundur 2020
- Details
- Skrifað föstudaginn, 14 febrúar 2020 17:32
Aðalfundur Siglingafélagsins Ýmis verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar 2020 kl.17:00, í félagsheimili Ýmis að Naustavör.
Dagskrá:
Venjulega aðalfundastörf, skv. lögum félagsins og í lokin verða léttar veitingar í boði og siglingaspjall.
Sett hefur verið event fyrir fundinn á Facebook
Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórnin
Tilkynning frá Kjölbátasambandi Íslands
- Details
- Skrifað föstudaginn, 14 febrúar 2020 15:38
Á stjórnarfundi sem haldin var 20. janúar 2020 var gerð svohljóðandi samþykkt:
Þar sem núverandi stjórn ætlar ekki að gefa kost á sér til setu í stjórn KBÍ þá auglýsir hún hjá siglingaklúbbum landsins eftir áhugasömum mönnum og konum til að taka að sér að halda uppi merki KBÍ áfram.
Ef ekki fást einhverjir til þessa þá verður KBÍ lagt niður á næsta aðalfundi sem verður haldinn 16 mars 2020 og eignum ráðstafað í góð málefni.
Fyrir hönd stjórnar.
Egill Kolbeinsson ritari.