Sumarstarfið hjá Ými
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 10 maí 2022 14:24
Sumardagskráin fyrir 2022 er komin hér á síðuna. Margt verður í boði eins og fyrri ár en félagið mun halda námskeið æfingar og mót. Þá verða hjá félaginu opin kvöld á mánudögum og miðvikudögum.
Kranadagur vor 2022
- Details
- Skrifað mánudaginn, 02 maí 2022 22:39
Nú er vorið komið og það stendur til að setja bátana á flot hjá Ými
Kranadagur verðu laugardaginn 7 maí. Háflóð er 10:30 og mætir kraninn kl. 10:00
Kranadagur að hausti 2021
- Details
- Skrifað mánudaginn, 20 september 2021 13:54
Kranadagur verður laugardaginn 16. október kl. 12:00. Háflóð þennan dag verður kl. 15:48. Vegna þess að uppsátrið er hluti af Bláfánaverkefni Kópavogshafnar er mjög brýnt að allur frágangur kringum bátana sé mjög snyrtilegur og að haft sé samráð við hafnarvörðinn varðandi hitun í bátana. Öll spilliefni verða að fara í spilliefnagáminn.
Af tillitssemi við nágranna okkar er einnig mikilvægt að öll upphöl séu þannig frágengin að þau sláist ekki í möstrin í roki.
Umsjón með uppsátrinu hefur Hannes Sveinbjörnsson og er þeim sem hafa hug á að vera með báta í uppsátri bent á að hafa samband við hann áður. ( This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .)
Kranadagur, vor 2021
- Details
- Skrifað föstudaginn, 09 apríl 2021 15:12
Kranadagur verður laugardaginn 8. maí, kl. 13:00. Nánar auglýst síðar.
Þorsteinn endurkjörinn formaður
- Details
- Skrifað mánudaginn, 29 mars 2021 12:49
Þorsteinn Aðalsteinsson var endurkjörinn formaður Ýmis á aðalfundi félagsins sem haldinn var mánudaginn 22. mars s.l.
Aðrir í stjórn voru kjörnir: Hannes Sveinbjörnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Sveinn Ævarsson og Ólafur Bjarnason. Varamenn voru kjörnir: Guðjón Magnússon, Reynir Einarsson og Ríkharður Ólafsson.