Fullorðinssnámskeið 2016
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 11 maí 2016 22:11
Haldin verða þrjú fullorðins námskeið í sumar. Kennt verður á kjölbáta félagsins og er miðað við að nemendur geti tekið verklegt skemmtibátapróf að námskeiði loknu.
Afmælisveisla á föstudaginn
- Details
- Skrifað mánudaginn, 29 febrúar 2016 16:31
Föstudaginn 4. mars fagnar Siglingafélagið Ýmir 45 ára afmæli. Af því tilefni verður blásið á kerti og snædd alvöru afmæliskaka. Allir félagsmenn og velunnarar siglinga velkomnir milli 16 og 18 á föstudaginn til að fagna með okkur.
Tilkynning um áramót 2015
- Details
- Skrifað laugardaginn, 19 desember 2015 16:28
Áramót kæna verður haldið 31. desember 2015
Siglingafélagið Ýmir
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans
Tilkynning um keppni
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a. Kappsiglingareglum ISAF
b. Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c. Kappsiglingafyrirmælum mótsins
2. Auglýsingar
Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda: Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.
3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.
Keppt verður í opnum flokki kæna og keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL.
4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 þriðjudaginn 29. desember með tölvupósti á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Taka þarf fram nöfn keppenda, seglanúmer og bátstegund og félag sem keppt er fyrir.
5. Þátttökugjald
Þátttökugjald er ekkert.
6. Tímaáætlun
31. desember:
Afhending/kynning kappsiglingafyrirmæla frá kl. 11:30 - 12:00
Skipstjórafundur kl. 12
Viðvörunarmerki kl. 12:55
Sigldar verða ein til tvær umferðir
Keppnir vera ekki ræstar ef vindur er undir 4 hnútum að meðaltali á keppnissvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar.
Keppnir vera ekki ræstar ef vindur fer yfir 25 hnúta að meðaltali á keppnisvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar. Keppnisstjórn áskilur sér réttindi til að lækka þetta mark ef hitastig fer undir 10°C og eða ef öldur eru háar að mati keppnisstjóra. Keppnir verða ekki ræstar ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið.
Eftir keppni verður boðið uppá veitingar boði Ýmis
7. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund og stefnt er að því að birta þau á heimasíðu Ýmis daginn áður.
8. Keppnissvæði
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans ef veður og hitastig leyfir.
9. Keppnisbraut
Keppnisbraut verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.
10. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
12. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.
13. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
14. Frekari Upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá Aðalsteini í síma 693 2221 eða með tölvupósti á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Siglingafélagið Ýmir
Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur
Sími: 554 4148
Kennitala: 470576-0659
Banki: 536-26-6634
Vinnudagur
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 09 desember 2015 22:38
Sæl öll, ætlum að halda stuttan vinnudag laugardaginn n.k(12des) kl 12.00. Reisa á Sygin við með hjálp krana, koma Sif inní hús og ýmislegt fleira smálegt. Heitir drykkir og hálfsannar siglingasögur í lokin.
Félagar úr siglingarklúbb Ýmis í Kópavogi komu sáu og sigruðu í Reykjavíkurmótinu
- Details
- Skrifað föstudaginn, 16 október 2015 16:19
Um árabil hefur siglingarfélagið Brokey staðið fyrir þriðjudagskeppnum þar sem siglt er um eyar og sund í nágrenni Reykjavíkurhafnar.
Reykjavíkurmótið samanstendur af 17 keppnum þar sem siglt er tvo til þrjá tíma í senn í harðri samkeppni og var þátttaka með besta móti. Svo fór að siglingarfélagarnir úr Ýmir þeir Ásgeir, Dagur Hannes, Hjörtur, Jóhannes og Smári á Sigurborginni unn nauman sigur yfir áhöfninni á Ögrun og Dögun.