Ýmishöfn hlýtur bláfánann þriðja árið í röð
- Details
- Skrifað mánudaginn, 01 júní 2015 11:20
Kópavogsbær fékk í gær afhentan Bláfánann fyrir Ýmishöfn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs veitti fánanum viðtöku fyrir hönd bæjarins ásamt Hjördísi Johnson formanni umhverfis- og skipulagsnefndar. Salóme Hallfreðsdóttir frá Landvernd afhenti viðurkenninguna en Landvernd afhendir Kópavogsbæ Bláfánann fyrir hönd The Foundation for Environmental Education (FEE) . Fáninn er alþjóðleg umverfisviðurkenning fyrir smábátahafnir og baðstrendur.
Þær hafnir sem skarta Bláfánanum hafa uppfyllt skilyrði um umhverfisstaðal og umhverfisfræðslu verkefnisins. Þeir eru hreint umhverfi, öryggisatriði hafnarinna, umgengni og flokkun sorps og úrgangs og markviss fræðslu á þessum þáttum.
Meginmarkmið verkefnisins er að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og þannig tryggja heilbrigði umhverfisins til framtíðar, auk þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.
Bláfáninn er mikil viðurkenning fyrir Kópavogsbæ og munu Kópavogsbær í samstarfi við siglingafélagið Ýmir standa að umhverfisfræðslu fyrir starfsmenn Kópaness og félagsmenn Ýmis og þau börn sem verða á siglinganámskeiði sumarið 2015.
Áhersla verður lögð á fræðslu um nærumhverfi hafnarinnar með uppsetningu á fróðleiksskiltum varðandi fuglalíf á svæðinu. Kópavogsbær fær að þessu sinni afhentan Bláfána í þriðja sinn fyrir Ýmishöfn. Fáninn mun blakta við höfnina í Kópavogi fram til 15. september.
Siglingafjör á sunnudegi
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 27 maí 2015 12:04
31. maí n.k. hefjum við siglingavertíðina með pomp og prakt.
Allir sem hafa áhuga á sjó og siglingum hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er eftirfarandi:
- Kl. 15: Afhending bláfánans með formlegri viðhöfn.
- Kl. 15-17: Bátafloti Ýmis og Kópaness settur á flot og allir mega velja sér bát/báta til að rifja upp gömul og ný handtök.
- Kökur, pylsur og kaffi í boði.
- K.17: Félagsfundur Ýmis. Niðurstöður um úttektar á bátakosti kynntar og Aðalsteinn segir okkur frá "det dejlige sejlklubbsliv í Danmark"
- Kl.18: Grill og með því í boði félagsins fyrir félagasmenn.
Opnunarmót kæna 2015
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 27 maí 2015 11:58
Við minnum á að opnunarót kæna verður haldið á laugardaginn. Nánari upplýsingar um mótið má finna á Facebook en viðburður hefur verið stofnaður fyrir þetta mót.
Áramót 2017
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 19 desember 2017 00:25
Siglingafélagið Ýmir tilkynnir:
Áramót kæna sem haldið verður 31. desember 2017
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans
Siglingaklúbburinn Kópanes
- Details
- Skrifað laugardaginn, 25 maí 2013 12:14
Siglinganámskeið fyrir börn fædd
2004 - 2007
Siglingaklúbburinn Kópanes er með aðstöðu á siglingasvæði Ýmis við Naustavör. Á siglinganámskeiðunum er farið í grunnatriði í siglingum, róður á árabátum, kanóum og siglingum á seglbátum.
Leiðbeinendur eru siglingamenn sem kappkosta að veita þátttakendum góða kennslu í siglingum. Mikil áhersla er lögð á öryggi barnanna. Mikilvægt er að börnin komi með nesti, séu klædd til siglinga og hafi meðferðis aukaklæðnað til skiptanna.
Námskeið 1: 12. júní - 23. júní kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 1: 12. júní - 23. júní kl. 13.00 - 16.00
Námskeið 2: 26. júní - 07. júlí kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 2: 26. júní - 07. júlí kl. 13.00 - 16.00
Námskeið 3: 10. júlí - 21. júlí kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 3: 10. júlí - 21. júlí kl. 13.00 - 16.00
Námskeiðsgjald er 8.700 kr. fyrir 2 vikur. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 15 börn.
Símar í siglingaklúbbnum eur 554 4148 og 618 6677.
Skráning hefst 20. apríl og námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Smellið hér (Opnast í nýjum vafraglugga) til að fara á skráningarsíðu