Tilkynning um lokamót kjölbáta 2015
- Details
- Skrifað mánudaginn, 31 ágúst 2015 19:37
Lokamót kjölbáta 2015 verður haldið 5. september 2015
Umsjón: Siglingafélagið Ýmir
Keppt verður frá Reykjavíkurhöfn inn á Fossvog
Tilkynning um keppni
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a.Kappsiglingareglum ISAF
b.Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c.Kappsiglingafyrirmælum mótsins
2. Auglýsingar
Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda:
Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.a búnaði
3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.
4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 miðvikudaginn 2. september með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda í áhöfn með skipstjóra, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.
Þó er hægt er að skrá allt fram að skipstjórafundi, en þá hækkar þátttökugjald.
Greiða má þátttökugjald inn á reikning 1135-26-6634 kt. 470576-0659 og senda tilkynningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
5. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim verður kr. 1000.
Gjaldið hækkar í kr. 1.500 ef skráning berst eftir kl. 21:00 fimmtudaginn 2. september.
6. Tímaáætlun
5. september:
Móttaka þátttökugjalds og áhafnarlista og afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 8:30 – 9:00
Skipstjórafundur kl. 9:00
Viðvörunarmerki 9:55
Kaffiveitingar verða að keppni lokinni, innifaldar í þátttökugjaldi
7. Mælingar
Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.
8. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent að morgni keppnisdags.
9. Keppnisbraut
Keppt verður frá Reykjavíkurhöfn og inn á Fossvog móts við félagsheimili Ýmis.
Hafa skal eftirfarandi baujur á bakborða:
Akureyjarbauja, Suðurnes, Lambastaðasker og Hólmur
Hafa skal eftirfarandi bauju á stjórnborða:
Kerlingasker
10. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
11. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 74 til samskipta.
12. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og miðað við sex í áhöfn.
13. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.
14. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
15. Tryggingar
Allir bátar skulu hafa gilda ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila.
16. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá Aðalsteini í síma 693 2221 eða með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Siglingafélagið Ýmir
Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur
Sími: 554 4148
Kennitala: 470576-0659
Banki: 536-26-6634
Vefsíða: www.siglingafelag.is
Sigurborg í þriðja sæti
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 16 ágúst 2015 10:42
Íslandsmót kjölbátafór fam í Hafnarfirði um helgina. Ein áhöfn frá Ými tók þátt í mótinu, það var áhöfnin á Sigurborg undir stjórn Smára Smárasonar og höfnuðu þeir í þriðja sæti. Alls tóku sex áhafnir þátt í mótinu að þessu sinni. Áhöfnin á Skeglu frá Þyt í Hafnarfirði sigraði mótið og tóku þar með titilinn af Dögun frá Brokey sem hafnaði í öðru sæti.
Röðin á mótinu var þessi:
1. Skegla, Þytur
2. Dögun, Brokey
3. Sigurborg, Ými
4. Aquarius, Brokey
5. Ögrun, Brokey
6. Icepick 1, Þyt
7. Ásdís, Þyt
Nánari upplýsingar um mótið er að finna á sailing.is
Sumarmót kjölbáta 2015
- Details
- Skrifað mánudaginn, 20 júlí 2015 13:55
Vegna lítillar skráningar er mótinu aflýst.
Sumarmót Kjölbáta verður haldið laugardaginn 25. júlí n.k. Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.
Tilkynning um keppni
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a Kappsiglingareglum ISAF
b Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c Kappsiglingafyrirmælum mótsins
2. Auglýsingar
Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda:
Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.a búnaði
3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.
4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 miðvikudaginn 22. júní með tölvupósti á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda í áhöfn með skipstjóra, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.
Þó er hægt er að skrá allt fram að skipstjórafundi, en þá hækkar þátttökugjald.
Greiða má þátttökugjald inn á reikning 1135-26-6634 kt. 470576-0659 og senda tilkynningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
5. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim verður kr. 1.500.
Gjaldið hækkar í kr. 2.000 ef skráning berst eftir kl. 21:00 miðvikudaginn 22. júní.
6. Tímaáætlun
25. júlí:
Móttaka þátttökugjalds og áhafnarlista og afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 8:30 – 9:00
Skipstjórafundur kl. 9:00
Fyrsta viðvörunarmerki 9:55
Stefnt er að þremur umferðum
Matur verður veittur að keppni lokinni, innifalinn í þátttökugjaldi
7. Mælingar
Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.
8. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent að morgni keppnisdags og birtast á heimasíðu Ýmis daginn áður.
9. Keppnissvæði
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.
10. Keppnisbrautir
Keppnisbrautum verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.
11. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum. Keppnin veður ekki haldin nema að minnsta kosti 5 bátar hafi verið skráðir fyrir kl 21 miðvikudaginn 22 júní.
12. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 74 til samskipta.
13. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og miðað við sex í áhöfn.
14. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.
15. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
16. Tryggingar
Allir bátar skulu hafa gilda ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila.
17. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá Aðalsteini Jens Loftsyni í síma 693 2221 eða með tölvupósti á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Siglingafélagið Ýmir
Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur
Sími: 554 4148
Kennitala: 470576-0659
Banki: 536-26-6634
Úrslit Opnunarmóts kæna 2015
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 31 maí 2015 22:07
Opnunarmót kæna fór fram í dag. Gott siglingaveður var en sigldar vour tvær umferðir. Alls mættu átta keppendur á sjö bátum, keppt var í tveimur flokkum, Optimist og Opnum flokki.
Að keppni lokinni fór fram verðlaunaafhending í félagsaðstöðu Ýmis og var það bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson sem afhenti verðlaunin.
Úrslit:
Optimist
1. sæti Þorgeir Ólafsson, Brokey, 2 stig
2. sæti Andrés Nói Arnarson, Brokey, 4 stig
3. sæti Atli Gauti Ákason, Brokey, 6 stig
Opinn flokkur
1. sæti Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey, Laser R, 3 stig
2. sæti Dagur Tómas Ásgeirsson, Brokey, Laser R, 3 stig
3. sæti Tómas Zoega, Ýmir, Laser R, 6 stig
4. sæti Ólafur og Gunnar, Brokey, T Argo, 8 stig
Ýmishöfn hlýtur bláfánann þriðja árið í röð
- Details
- Skrifað mánudaginn, 01 júní 2015 11:20
Kópavogsbær fékk í gær afhentan Bláfánann fyrir Ýmishöfn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs veitti fánanum viðtöku fyrir hönd bæjarins ásamt Hjördísi Johnson formanni umhverfis- og skipulagsnefndar. Salóme Hallfreðsdóttir frá Landvernd afhenti viðurkenninguna en Landvernd afhendir Kópavogsbæ Bláfánann fyrir hönd The Foundation for Environmental Education (FEE) . Fáninn er alþjóðleg umverfisviðurkenning fyrir smábátahafnir og baðstrendur.
Þær hafnir sem skarta Bláfánanum hafa uppfyllt skilyrði um umhverfisstaðal og umhverfisfræðslu verkefnisins. Þeir eru hreint umhverfi, öryggisatriði hafnarinna, umgengni og flokkun sorps og úrgangs og markviss fræðslu á þessum þáttum.
Meginmarkmið verkefnisins er að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og þannig tryggja heilbrigði umhverfisins til framtíðar, auk þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.
Bláfáninn er mikil viðurkenning fyrir Kópavogsbæ og munu Kópavogsbær í samstarfi við siglingafélagið Ýmir standa að umhverfisfræðslu fyrir starfsmenn Kópaness og félagsmenn Ýmis og þau börn sem verða á siglinganámskeiði sumarið 2015.
Áhersla verður lögð á fræðslu um nærumhverfi hafnarinnar með uppsetningu á fróðleiksskiltum varðandi fuglalíf á svæðinu. Kópavogsbær fær að þessu sinni afhentan Bláfána í þriðja sinn fyrir Ýmishöfn. Fáninn mun blakta við höfnina í Kópavogi fram til 15. september.