Sigurborgin til sölu
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 24 júní 2014 20:31
Hin sögufræga Sigurborg er til sölu. Sigurborg er fyrsti Secret 26 báturinn sem var smíðaður og er hún fyrirmynd hinna Secret bátanna.
Verðhugmynd er 1.000.000,-
Nánari upplýsingar gefa Axel í síma 899-0647 og Páll í síma 896-1292
Sumarmót kjölbáta 2014 fellur niður
- Details
- Skrifað föstudaginn, 27 júní 2014 11:26
Þar sem einungis einn bátur hefur verið skráður í keppnina verður hún felld niður.
Sumarmót kjölbáta 2014
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 24 júní 2014 13:30
Siglingafélagið Ýmir heldur "Sumarmót Kjölbáta" helgina 28.-29. júní.
Opnunarmót kæna 2014 á laugardag
- Details
- Skrifað sunnudaginn, 25 maí 2014 20:53
Opnunarmót kæna verður haldið næsta laugardag. Mótið verður notað sem æfingamót á keppnisstjóranámskeiði SÍL. Það má því vænta einhverra breytinga á formlegri tilkynningu um mótið sem má sjá hér.
Fullorðins námskeið 2014
- Details
- Skrifað mánudaginn, 12 maí 2014 14:53
Ýmir er tilbúinn með dagskrá sumarsins í fullorðinsnámskeiðum. Á námskeiðinu læra nemendur að sigla og umgangast skútu. Kennslan fer fram á Secret 26 feta skútu í eigu félagsins. Pláss er fyrir fimm nemendur á hverju námskeiði.
Farið er eftir námskrá fyrir hásetanámskeið og nemandi undirbúinn fyrir að taka próf í verklegum hluta skemmtibátaprófs.
Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:
Námskeið 1 | Námskeið 2 | Námskeið 3 | Námskeið 4 | Námskeið 5 | |
Mánudagur | 26.maí | 9.jún | 23.jún | 7.júl | 11.ágú |
Þriðjudagur
|
27.maí | 10.jún | 24.jún | 8.júl | 12.ágú |
Miðvikudagur
|
28.maí | 11.jún | 25.jún | 9.júl | 13.ágú |
Mánudagur
|
2.jún | 17.jún | 30.jún | 14.júl | 18.ágú |
Þriðjudagur
|
3.jún | 18.jún | 1.júl | 15.júl | 19.ágú |
Öll námskeið standa yfir frá kl. 17-21
Skráning fer fram á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.