Glæsilegt áramót
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 31 desember 2014 16:24
Áramót 2014 fór fram hjá Ými í dag. Alls voru sex vaskir þátttakendur sem sigldu mótið á fimm bátum. Ýmismaðurinn Ísleifur Friðriksson sigraði mótið að þessu sinni en gaman er að geta þess að hann var upphafsmaður þessa árlega móts fyrir liðlega 30 árum síðan.
Úrslit
1. sæti: Ísleifur Friðriksson, Ými. Laser
2. sæti: Tómas Zoega, Ými. Laser Radial
3. sæti: Kjartan Ásgeirsson, Brokey. Laser
4. sæti: Ólafur Már og Þorgeir Ólafsson, Brokey. Topper Topaz
5. sæti: Áki Ásgeirsson, Brokey. Topper Topaz
Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Ýmis
Áramót
- Details
- Skrifað föstudaginn, 26 desember 2014 14:21
Siglingafélagið Ýmir heldur árlegt áramót á Gamlársdag.
Mótið hefst með skipstjórafundi kl. 12:00 og ræst verður kl. 13:00
Þátttökugjald í Áramót er ekkert.
Aðalfundur KBI 2014
- Details
- Skrifað mánudaginn, 01 september 2014 18:01
Kjölbátasamband Íslands
Aðalfundur verður haldin þann 8.9. 2014 kl:20:00 í A sal í húsnæði ÍSÍ í Laugardal.
Stjórnin
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Lokamót kæna 2014
- Details
- Skrifað föstudaginn, 22 ágúst 2014 13:36
Lokamót kæna verður haldið hjá Þyt í Hafnarfirði laugardaginn 30. ágúst 2014.
Kappsiglingafyrirmæli fyrir keppnina má finna hér: Kappsiglingafyrirmæli
Lokun í Reykjavíkurhöfn á menningarnótt
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 20 ágúst 2014 23:01
Laugardaginn 23.08.2014 mun svæðið fyrir innan rauðulínurnar í kringum Faxagarðinn (sjá meðfylgjandi kort) verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð á meðan að flugeldasýningu stendur.
Lokunin tekur gildir frá kl 22:50 til 23:20 eða 5 mín eftir að sýningunni er lokið.
Það verður eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslunni á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.