Siglingafjör á sunnudegi
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 27 maí 2015 12:04
31. maí n.k. hefjum við siglingavertíðina með pomp og prakt.
Allir sem hafa áhuga á sjó og siglingum hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er eftirfarandi:
- Kl. 15: Afhending bláfánans með formlegri viðhöfn.
- Kl. 15-17: Bátafloti Ýmis og Kópaness settur á flot og allir mega velja sér bát/báta til að rifja upp gömul og ný handtök.
- Kökur, pylsur og kaffi í boði.
- K.17: Félagsfundur Ýmis. Niðurstöður um úttektar á bátakosti kynntar og Aðalsteinn segir okkur frá "det dejlige sejlklubbsliv í Danmark"
- Kl.18: Grill og með því í boði félagsins fyrir félagasmenn.
Opnunarmót kæna 2015
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 27 maí 2015 11:58
Við minnum á að opnunarót kæna verður haldið á laugardaginn. Nánari upplýsingar um mótið má finna á Facebook en viðburður hefur verið stofnaður fyrir þetta mót.
Áramót 2017
- Details
- Skrifað þriðjudaginn, 19 desember 2017 00:25
Siglingafélagið Ýmir tilkynnir:
Áramót kæna sem haldið verður 31. desember 2017
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans
Siglingaklúbburinn Kópanes
- Details
- Skrifað laugardaginn, 25 maí 2013 12:14
Siglinganámskeið fyrir börn fædd
2004 - 2007
Siglingaklúbburinn Kópanes er með aðstöðu á siglingasvæði Ýmis við Naustavör. Á siglinganámskeiðunum er farið í grunnatriði í siglingum, róður á árabátum, kanóum og siglingum á seglbátum.
Leiðbeinendur eru siglingamenn sem kappkosta að veita þátttakendum góða kennslu í siglingum. Mikil áhersla er lögð á öryggi barnanna. Mikilvægt er að börnin komi með nesti, séu klædd til siglinga og hafi meðferðis aukaklæðnað til skiptanna.
Námskeið 1: 12. júní - 23. júní kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 1: 12. júní - 23. júní kl. 13.00 - 16.00
Námskeið 2: 26. júní - 07. júlí kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 2: 26. júní - 07. júlí kl. 13.00 - 16.00
Námskeið 3: 10. júlí - 21. júlí kl. 09.00 - 12.00
Námskeið 3: 10. júlí - 21. júlí kl. 13.00 - 16.00
Námskeiðsgjald er 8.700 kr. fyrir 2 vikur. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 15 börn.
Símar í siglingaklúbbnum eur 554 4148 og 618 6677.
Skráning hefst 20. apríl og námskeiðsgjald greiðist við skráningu. Smellið hér (Opnast í nýjum vafraglugga) til að fara á skráningarsíðu
Glæsilegt áramót
- Details
- Skrifað miðvikudaginn, 31 desember 2014 16:24
Áramót 2014 fór fram hjá Ými í dag. Alls voru sex vaskir þátttakendur sem sigldu mótið á fimm bátum. Ýmismaðurinn Ísleifur Friðriksson sigraði mótið að þessu sinni en gaman er að geta þess að hann var upphafsmaður þessa árlega móts fyrir liðlega 30 árum síðan.
Úrslit
1. sæti: Ísleifur Friðriksson, Ými. Laser
2. sæti: Tómas Zoega, Ými. Laser Radial
3. sæti: Kjartan Ásgeirsson, Brokey. Laser
4. sæti: Ólafur Már og Þorgeir Ólafsson, Brokey. Topper Topaz
5. sæti: Áki Ásgeirsson, Brokey. Topper Topaz
Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Ýmis