Sumarstarfsmenn okkar stóðu sig afburðavel í sumar. Rúmlega sjötíu börn skráðu sig í byrjendanámskeið og fjörutíu skráðu sig í framhaldsnámskeið. Að auki hafa um þrjátíu sótt námskeið í opna aldurshópnum okkar. Leikur við sjóinn námskeiðin okkar voru líka einstaklega vel sótt með yfir 130 skráningar!
Nú langar okkur til að fá ykkur sem tókuð þátt OG þá sem hafa áður komið í námskeið til okkar aftur í bátana. Í þetta skiptið ætlum við að njóta þeirrar kunnáttu sem við eignuðumst í sumar og njóta útivistarinnar á bestu siglingadögum sumarsins.
Við höfum gert þetta undanfarin tvö ár með góðum árangri, en í sumar langar okkur til þess að fá enn fleiri af þeim sem hafa tekið námskeið hjá okkur einhver árin til þess að koma og sigla. Í ár er hugmyndin er að fá sumarstarfmennina okkar til þess að taka á móti hópum sem skrá sig og skipuleggja siglingaferðir, æfingar, leiki og annað sem hópnum dettur í hug að gæti verið gaman að gera á bátunum okkar. Allir bátar félagsins standa til boða, heitu pottarnir verða á sínum stað og grillið líka. Hér pörum við starfsmennina saman til þess að geta tekið á móti átta til tíu einstaklingum í hvern hóp.
Hóparnir geta mætt eftir hádegi (eða eftir vinnu fyrir opna aldurshópinn) þrisvar til fimm sinnum í viku í ágúst.
Til þess að taka þátt þarf að:
Hafa samband við okkur á namskeið@siglingafelag.is og láta okkur vita að þú hafir áhuga EÐA
Mæta niður í klúbb og láta okkur vita að þú hafir áhuga EÐA
Tala við starfsmanninn sem þú vilt vera með
Síðan:
Höfum við samband til þess að staðfesta og sendum þér skráningu á Abler kerfinu
Kænunámskeiðum lýkur í síðustu viku júlí.
Kjölbátanámskeið verða haldin í ágúst eftir beiðni
Til að gerast félagi í Siglingafélaginu Ými er hægt að fara beint inn á Abler síðu félagsins og borga þar félagsgjald (árgjald félagsins samkvæmt gjaldskrá).
Einnig er hægt að millifæra félagsgjaldið inn á bankareikning númer: 0536-26-006634 kt: 470576-0659. En þá verður að senda kvittun á netfangið skraning(hjá)siglingafelag.is með netfangi félagsmanns í skýringu.
Ef greitt er fyrir þriðja aðila þá þarf að senda okkur póst á sama netfang og taka það fram svo félagaskráin okkar sé rétt.