Opnu siglingadagarnir okkar halda áfram á fimmtudögum eftir vinnu og með morgunkaffinu á laugardögum. Í vetur stefnum við að því að halda litlu kjölbátunum í höfninni okkur til þess að við getum siglt þegar veður leyfir.
Kranadagurinn að hausti verður 18 október. Bátar sem voru í uppsátum í fyrra fá forgang að plássi, en við tökum við beiðnum um pláss í gegnum tölvupóstinn siglingafelag@siglingafelag.is.
Í vetur eru eftirfarandi verkefni í gangi hjá okkur:
Á sunnudögum eru sjóskátahópar Kópa með starf hjá okkur. Þetta er frábært framtak þar sem skátastarf og siglingar eru tvinnaðar saman. Skráning í þetta starf er í gegnum Abler, en starfinu er nánar lýst á vefsíðu Kópa
Við munum halda námskeið í meðferð viðgerðarefna eins og trefjaplasts, gelcoat og topcoat auk þess að halda námskeið í viðhaldi utanborðsmótora. Þessi námskeið verða sett upp á Abler, en við gerum ráð fyrir að fyrsta námskeiðið verði haldið eftir kranadag
Við munum vinna í viðhaldi á Gullu Grönnu í sumar. Markmiðið er að taka bátinn í gegn þannig að hún verði til fyrirmyndar eins og Sif. Gulla er einn af Secret 26 bátum sem Sigurbátar smíðuðu fyrir aldamót. Með góðu viðhaldi eru þessir bátar frábærir og snöggir kjölbátar sem við eigum að vera stolt af og því viljum við halda þessum bátum í góðu formi.
Það eru þónokkur tilfallandi verkefni sem við þurfum að fara í þar fyrir utan. Hópurinn sem tekur til hendinni (saumaklúbburinn) mun hittast á fimmtudögum í vetur
Með tilkomu brúarinnar yfir Fossvog gerum við ráð fyrir að starfsemi Ýmis þurfi að breytast og stór hluti hennar þurfi að færast úr stað. Í vetur munum við byggja upp nýja róðrarstarfsemi og halda áfram samtali við sveitarstjórnina í Kópavogi um uppbyggingu á svæði sem tryggir framtíð siglinga. Hér vantar okkur alla aðstoð þeirra sem vilja koma í lið með okkur
140 börn þátt í námskeiðinu "Leikur við sjóinn"
60 börn í námskeiðinu "Lærðu að sigla"
54 börn í framhaldsnámskeiðum í siglingum
28 í námskeiðinu "Lærðu að sigla" í opna aldursflokkinum. Hér sáum við foreldra og börn, unglinga og aðra sem vildu á vit ævintýranna.
36 fullorðna í kjöbátaáhöfnum
15 í kjölbátanámskeiðum
Eftir sumarið voru 164 skráðir meðlimir í Ými. Sumir hafa verið með okkur frá stofnun félagsins 1971, en við fengum yfir 40 meðlimi sem voru ekki skáðir í félagið í fyrra.
Til að gerast félagi í Siglingafélaginu Ými er hægt að fara beint inn á Abler síðu félagsins og borga þar félagsgjald (árgjald félagsins samkvæmt gjaldskrá).
Einnig er hægt að millifæra félagsgjaldið inn á bankareikning númer: 0536-26-006634 kt: 470576-0659. En þá verður að senda kvittun á netfangið skraning(hjá)siglingafelag.is með netfangi félagsmanns í skýringu.
Ef greitt er fyrir þriðja aðila þá þarf að senda okkur póst á sama netfang og taka það fram svo félagaskráin okkar sé rétt.